Ljótur leikur fjölmiðla

Fjölmiðlun

Ríkissjónvarpið tekur þátt í þeim ljóta leik fjölmiðla að telja kjósendum trú um, að kosningaloforð skipti máli. Svo kann að hafa verið fyrir mörgum árum, en á þessari öld hefur svo aldrei verið. Undantekningalaust hafa flokkarnir svikið kosningaloforð sín og í sumum tilvikum gengið þvert á ítrekuð loforð. Svartasta dæmið er Sjálfstæðisflokkurinn, er lofaði þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Í sjónvarpsfréttum þessa dagana lemur okkur hræsni flokkanna. Ríkisútvarpið telur eins og fleiri, að kjósendur séu fífl. Og vill taka þátt í að troða lyginni í okkur. Það er ljótur leikur.