Sammála Svandísi Svavarsdóttur. Kjósum um Evrópusambandið á kjörtímabilinu. Verði samningur ekki tilbúinn, þarf að kjósa um, hvort halda skuli áfram viðræðum. Þær hafa staðið lengi og þjóðin hefur á þeim tíma fjarlægzt aðild. Eyðum ekki meiri tíma í mál, sem þjóðin mun hvort sem er fella. Jóhanna er með bandalagið á heilanum. Hún eitraði stjórnarsamstarfið frá upphafi með þrákelkni sinni. Ég styð aðildina, en veit um skoðun meirihlutans og virði hana. Hættum bjölluati í Bruxelles. Gefum stjórninni eitt ár í það og felum henni að vinna betur að framfaramálum, sem ekki fara þvert í samfélagið.