Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fullyrti á alþingi í gær, að allir mælikvarðar sýni meiri jöfnuð eftir tilkomu ríkisstjórnarinnar. Að venju fór hann með rangt mál. Veruleikinn er þveröfugur, ójöfnuður hefur aukizt. Er raunar það eina, sem ríkisstjórnin hefur afrekað á iðjulausum ferli. Hefur bætt hag kvótagreifa í auðlindarentu og auðgreifa í auðlegðarskatti, lækkað skatta á hátekjur og aukið velferðarkostnað fólks. Allt hefur þetta teygt bilið milli ríkra og fátækra. Aukin stéttskipting er raunar aleina afrek stjórnarinnar. SDG telur sig geta bullað út í eitt, en allir vita, að hann er bara loddari.