Loðvíðirinn kominn

Punktar

Notalegt er að mega sitja við heiðarkot og fylgjast með örum breytingum á heiðagróðri í 200-300 metra hæð við hnignun sauðfjárbúskapar. Rofabörð gróa á einu sumri. Þar sem hvergi sást tré áratugum saman, er loðvíðir hvarvetna farinn að skjóta upp kolli og binda jarðveginn með rótum sínum. Fjölbreytni flórunnar tvöfaldast. Refir spássera á heimreiðinni til að létta sér leið framhjá gróðurhafinu. Hestar éta liggjandi.