Eftir að hafa slegið eigið Íslandsmet í loforðum um lækkun skatta, sem ekki er ráðgert að efna, eru ráðherrar núna að slá eigið Íslandsmet í undirritunum og opnunum, sem síðan daga uppi, af því að þeir uppgötva eftir kosningar, að ekki er til fé á fjárlögum til að framkvæma hinn fjölþætta góðvilja þeirra. Kjósendur munu margir láta sér vel líka að vera hafðir að fífli rétt eina ferðina.