Lofar upp í annarra ermi

Punktar

„Hét Ísland því nýlega að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.“ Athygli vöktu þessi orð forsætisráðherra á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna. Þeir, sem ekki þekkja til, halda, að þetta alvara, hinir vita betur. Til dæmis umhverfisráðherra sömu ríkisstjórnar: „Engin ákvörðun hefur verið tekin um það, hversu mikið Ísland dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, þótt stjórnvöld stefni að samstarfi við Norðmenn og Evrópusambandið um að draga samanlagt úr henni um 40%.“ Ísland ætlar þannig að beita sér fyrir, að aðrir dragi úr losun. Sigrún Magnúsdóttir upplýsti líka, að stóriðja væri fyrir utan loforðið. Hún lýsir þannig Sigmundi Davíð sem fársjúkum og stjórnlausum lygara.