Loforð eru marklaus

Punktar

Við höfum reynslu af loforðum hefðbundinna stjórnmálaflokka. Enginn bjóst við, að ríkisstjórnin yrði ógnarstjórn gegn fátækum, öldruðum og húsnæðislausum. Þvert á móti þóttust Framsókn og Sjálfstæðis mundu gera þeim gott. Munið það í nýrri skriðu loforða fyrir næstu kosningar. Fleiri munu lofa. Samfylkingin og Vinstri græn og Björt framtíð munu lofsyngja stjórnarskrá, sem þau sviku. Þeir eru næstum eins svikulir og bófaflokkarnir. Fylgist líka með Pírötum, þótt þeir hafi ekkert svikið enn. Munu lofsyngja gegnsæi, þótt sumir hafi meiri áhuga á að stöðva gegnsæi vegna persónuverndar. Án gegnsæis skýtur lýðræði ekki rótum.