Fyrir kosningar lofaði Bjarni Benediktsson þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. Hann verður að fá að svíkja sín loforð eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Getur varla verið minni. Vigdís Hauksdóttir upplýsti svo í gær, að alþingiskosningarnar í vor hefðu verið „bindandi þjóðaratkvæði“ um viðræðurnar. Ég hafði áður haldið, að kosningarnar hefðu fjallað um „tékka í pósti“ og „strax“. En maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Staðreyndin er einfaldlega, að viðræður hafa svo mikið fylgi, að ríkisstjórn loddaranna leggur ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Loforð eru bara loforð.