Eina tölusetta og tímasetta loforð okkar fyrir umhverfisfundinn í París er 40% minnkun á losun koltvísýrings frá fiskiskipum. En upphafspunktur loforðsins er ekki 2015, heldur 1990. Sigrún Magnúsdóttir lofar að gera það á næstu árum, sem aðrir hafa gert í aldarfjórðung! Af þessum 40% var þegar búið að framkvæma 38%, þegar hún varð ráðherra. Aðeins eru eftir 2% loforðsins handa henni. Dæmigert fyrir Framsókn. Hún lýgur ekki bara að Íslendingum, heldur öllum heiminum, eins og enginn taki eftir. Framsókn er einfaldlega eðlislægt að ljúga, jafnvel þótt það borgi sig ekki. Hlutskipti tækifærissinna, sem reyna að fiska í gruggi.