Loforð til ills

Punktar

Um leið og rannsókn sýndi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur svikið allan þorra síðustu kosningaloforða, stórjókst fylgi flokksins. Kjósendur hans kæra sig nefnilega sumir kollótta um kosningaloforð og aðrir þeirra vona fremur en hitt, að þau verði svikin. Loforð kosta nefnilega peninga, sem kjósendur flokksins telja afleitt. Þeir telja hlutverk ráðamanna flokksins vera að tryggja fjörugt atvinnulíf og fulla vinnu, gott svigrúm fyrir athafnir fólks. Flokknum hefur tekizt að halda úti sveiflu og spennu síðustu árin. Meira heimta kjósendur ekki. Er það ekki bara í lagi?