Reynslan sýnir, að stjórar og stjórnir lífeyrissjóða geta ekki staðið vörð um hagsmuni sjóðfélaga. Þessir aðilar hafa gripið 90% af fjármagnstekjum sjóðfélaganna. Það er út í hött, að sjóðirnir haldi höfuðstólnum og steli 90% af arðinum. Alþingi ber að grípa í taumana, því að sjóðirnir siðvæðast ekki sjálfir. Kann að vera löglegt, en er það siðlausasta, sem ég hef séð á Íslandi. Setja ber lög um lágmarkshlutdeild lífeyrisþega af fjármagnstekjum sjóðanna, til dæmis 50%. Með atbeina alþingis má endurgreiða þjófnaðinn og tryggja framtíð sjóðfélaga. En nú þegar ber að tvöfalda lífeyri sjóðfélaga.