Talið er, að ruslpóstur hafi aukizt úr 16% af tölvupósti fólks í janúar í fyrra upp í 45% í byrjun þessa árs og jafnvel upp í 70% þessa dagana. Hugbúnaður til að sía ruslpóstinn sjálfvirkt og eyða honum verður sífellt fullkomnari, en tækni ruslpóstmanna batnar enn hraðar. Freistingin er mikil, því að ruslpóstur er svo ódýr, að einungis þarf að ná einni sölu á hver 100.000 tölvupóstbréf til að svara kostnaði. Búast má við, að víða á vesturlöndum verði fljótlega sett lög, sem skyldi ruslpóstmenn 1) til að tilgreina sendanda nákvæmlega, 2) til að setja fyrirsagnir á póstinn, sem séu í samræmi við innihaldið, og 3) til að veita viðtakendum auðvelda aðferð til að strika nafn sitt út af póstlistum. Brot á reglum valdi sektum. Frá þessu segir Saul Hansell í New York Times.