Flest lög á Íslandi eru þýðingar og endursagnir úr norrænum lögum, hin síðari ár mest úr Evrópulögum. Slík lög eru yfirleitt til góðs, þótt þau séu oft allmiklu ýtarlegri en þörf krefur. Snemma á þjóðveldisöld var ljóst, að setja yrði lög um atriði, sem ollu sífelldum deilum. Svo sem deilum milli landeigenda og ferðafólks á hefðbundnum leiðum. Í fornum lögum er dregin nákvæm lína milli hagsmunaðila og gildir sú lína enn. Ekki voru til lög um samskipti kaupenda og seljenda eigna. Úr því var bætt með lögum frá 2002, sem Hæstiréttur hefur túlkað með dómahefð. Nú er til dæmis ljóst, hvernig dæma ber í ágreiningi um meinta galla á gömlum húsum.