Lög um bankaokrið

Punktar

Tímabært er að setja lög gegn bankaokrinu, hvað sem Jón Sigurðsson bankaráðherra segir því til varnar. Hann segir sjálfur, að ráðherra geti ekki beðið Fjármála- eða Samkeppniseftirlitið að fara í málið. Það þýðir, að smíða verður lög til að koma böndum á okrið. Stjórnarflokkarnir hafa einkavætt bankanna á kostnað almennings. Úr ríkiseinokun hefur verið búin til einkaeinokun. Bankarnir ganga í takt gegn almenningi og spilla afkomu fólks. Þeir éta skuldara sína með húð og hári. Þetta verður að stöðva. En Jón Sigurðsson er enginn maður til þess.