Logar glatt í eldhafi

Punktar

Góðfréttir berast frá Hollandi. Eldhaf Ögmundar logar þar sem aldrei fyrr. Evrusinnar og Evrópusinnar unnu frækinn sigur í þingkosningum, en þjóðremba Geert Wilders hrundi, missti helming þingsæta. Vonandi er það merki þess, að evrópskir kjósendur séu að byrja að átta sig. Eldhaf Ögmundar geisar líka um evruna, sem hækkar bara og hækkar í verðgildi, hvað sem þjóðrembingar segja. Bezt er, að eftirlitsmenn frá Evrópu, sem Guðni Ágústsson segir baneitraða, kvarta yfir ofurskorti á hreinlæti í vinnslustöðvum hins þjóðlega íslenzka landbúnaðar. Sem sérhæfir sig í mokstri á sykri, rotvarnarefnum og sterum.