Lögbrot varð skylda

Punktar

Aukin vernd flautublásara snýst um, að samfélagið þarf leiðir til að rjúfa þagnarmúr um glæpi í viðskiptum og pólitík. Víða á vesturlöndum hafa verið sett lög til að vernda þá fyrir hefnd hinna spilltu kerfa. Þar á meðal hér á landi. Stríðsglæpadómstóllinn í Nürnberg hóf þennan feril með orðunum: “Einstaklingum ber skylda til að brjóta gegn landslögum til þess að hindra glæpi gegn mannkyninu og heimsfriði.” Samkvæmt hinu fjölþjóðlega siðalögmáli ber að vernda Edward Snowden flautublásara gegn ofsóknaræði Bandaríkjanna. Sem undir stjórn hins vænisjúka Barack Obama eru orðin mesta ógn mannkyns.