Löggan sleppti sér

Punktar

Löggan sleppti sér í dag. Réðist á andófsfólk með efnavopnum og kylfum, handtók börn og unglinga. Nú verður ekkert eins og áður var. Ég gat ekki séð, að nein hætta væri á ferðum. Ég veit ekki um neinn þingmann, sem taldi sér ógnað. Löggan stundaði óeirðir í dag, ekki andófsfólkið. Það framleiddi hávaða, stóð þétt fyrir og settist á stéttina. Allt frumkvæði að óeirðum kom frá löggunni. Hún beitti efnavopnum og kylfum. Það gerðu mótmælendur ekki. Dagurinn í dag markar þáttaskil í erfiðleikum þjóðarinnar. Hér eftir bólgna raðir andófsfólks. Fulltrúar og þjónar þjófræðisins munu láta undan síga.