Löggjafarvald bófaflokks

Punktar

Viðskiptaráð stýrði hruninu. Lét Tryggva Herberts semja skýrslu um, að allt væri glæst á Íslandi, þegar landið var að sigla í strand. Viðskiptaráð berst fyrir hag auðgreifa, þá bankagreifa og nú kvótagreifa. Baráttumál þess núna er, að háskólar verði kostaðir með skólagjöldum. Markmiðið er, að fátækir fái ekki háskólamenntun, heldur bara börn greifanna og aðstoðarfólks þeirra. Sigmundur Davíð og tryllt ríkisstjórn hans þjónusta bófaflokkinn. Nú síðast með lagafrumvarpi, er skyldar Alþingi til að bera ný lög undir Viðskiptaráð. Bófaflokkur Viðskiptaráðs og Samtaka auðgreifa á að verða Háyfiralþingi.