Ögmundur Jónasson telur jaðra við landráð, að Þórólfur Matthíasson segi satt í Aftenposten. Jafnframt er Ögmundur hrifinn af, að Ólafur Ragnar Grímsson ljúgi fyrir þjóðina í útlöndum. Útrásar-forsetinn gumar af ást Íslendinga á lýðræði, sem engin er. Hann gumar af þjóðaratkvæðagreiðslum íslenzka lýðveldisins, sem engar eru. Hann predikar lýðræði yfir Bretum; og fundu þeir þó upp fulltrúalýðræði nútímans. Ögmundur telur þjóðlegt og gott, að forsetinn ljúgi að útlendingum. Og svik við þjóðina að segja satt. Gallinn við þessa snilld er, að útlendingar eru ekki eins vitlausir og Íslendingar.