Afleitt er drottningarviðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Friðrik Sófusson í Blaðinu í dag. Þar heldur Friðrik fram, að andstaðan við orkuver á borð við Kárahnjúka og Neðri-Þjórsá sé náttúruvernd hinna svörtu sanda. Friðrik trúir greinilega eigin áróðri og Kolbrún veit ekki betur. Ég hef hins vegar bæði verið á Vesturöræfum og í Kringilsárrana, ennfremur við Neðri-Þjórsá og veit betur. Þetta eru ekki svartir sandar, heldur vel gróin svæði, sumpart sérstæð. Eins og í öðrum drottningarviðtölum reynir Kolbrún ekki að negla Friðrik á ósvífnum lygum hans.