Nokkrir menn rústuðu Íslandi, ef til vill tuttugu. Víkingar, bankastjórar, eftirlitsaðilar, pólitíkusar. Menn á borð við Björgólfsfeðga, Sigurjón Þ. Árnason, Davíð Oddsson og Geir Haarde. Allir á hægri kanti stjórnmálanna. Þeir ollu tjóni upp á þúsund eða tvöþúsund milljarða króna. Engin viðurlög ná yfir þvílíka gereyðingu. Við þurfum að horfast í augu við, að lög gera kannski ekki ráð fyrir glæpum af þessari stærðargráðu. Ná ef til vill ekki til þeirra. Kannski fást ekki aðrir dæmdir en bankastjórarnir. Þjóðin getur þurft að grípa til annarra ráða en laganna til að fullnægja réttlætinu.