Lögregluóeirðir gærdagsins

Fjölmiðlun

Fréttablaðið er töluvert betri fréttamiðill en Stöð 2. Sérstaklega var fín forsíðumynd blaðsins í dag af lögregluóeirðum gærdagsins. Þar eru gargandi löggur í aðalhlutverki með gasmanninn góðkunna í miðju hópsins. Ég minntist mynda af óeirðum lögreglunnar í vörubílstjóra-mótmælunum. Þar var góðkunni gasmaðurinn einnig áberandi. Ég hugsaði sem svo, að nú má Geir Jón fara að passa aulana sína. Er þeir fara að slasa aldraðar konur í andófi, mun reiði þjóðarinnar beinast mest að löggunni. Sem valdbeitingarhundi glæpalýðsins.