Lögreglan var sein á slysstað við Sandskeið á laugardaginn. Ég var búinn að mæta fjórum sjúkrabílum og brunabíl áður en ég mætti fyrsta lögreglubílnum. Síðustu tveir lögreglubílarnir af fjórum voru um tólf mínútum á eftir fyrsta sjúkrabílnum. Á slysstað tókst löggunni að búa til stopp í tvo tíma, þótt sjúkrabílarnir væru fyrir löngu farnir í bæinn. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem kemur í ljós, að löggur geta ekki stýrt umferð á slysstað. Þeir lokuðu bara veginum eins og þeir gerðu í Ártúnsbrekku í haust. Þeir skilja alls ekki, að umferð verður að hafa sinn gang.