Gamla Ísland sigraði Nýja Ísland á Alþingi í gær. Að undirlagi ríkisstjórnar samþykkti þingið að falla frá hljóðritun stjórnarfunda. Sautján þingmenn sögðu Já, fimm sögðu Nei. Fjörutíu þingmenn tóku ekki þátt í afgreiðslunni. Með þessu verður ekki hægt að rekja ákvarðanir funda ríkisstjórnarinnar. Erfiðara verður því að fylgja eftir lögum um ráðherraábyrgð. Stjórnin er skipuð gamlingjum, sem þola ekki opna stjórnsýslu. Alþingi er þeim sammála. Felldi líka tillögu Hreyfingarinnar um, að fundargerðir ríkisstjórnar yrðu gerðar ítarlegri og birtar opinberlega. Ísland verður áfram lok, lok og læs.