Á nýloknu Iðnþingi sögðu forstjórar risafyrirtækjanna Actavis og CCP, að Ísland og krónan séu þeim fjötur um fót. Fyrirtækjum þessum mundi í dag ekki verða valinn hér staður. Höft hindri aðgang þeirra að erlendu fjármagni og veik króna dragi úr gildi áætlana. Hér er nóg um góðar hugmyndir og sprota. En þeir forða sér úr landi um leið og þeir sjá sér færi. Útlandið gerir fólk frjálst. Afleiðing hins lokaða hugarheims ráðandi afla á Íslandi. Útlandið er talið illt, sitja á svikráðum við okkur, sérstaklega frjálsi markaðurinn í Evrópu. Kolbítar gæludýraflokkanna vilja halla sér að Rússlandi og Kína!