Lokar ekki sjoppunni

Punktar

Alþingi átti að hætta á föstudag í síðustu viku. Samt heldur forseti alþingis opnu, án þess að þingmál séu á dagskrá. Ríkisstjórnin boðar merk frumvörp, sem sjá ekki dagsins ljós. Ráðherrar úti um land að flytja ræður vegna aðvífandi kosninga. Að tjaldabaki einkavinavæðir fjármála ríkiseignir fyrir slikk. Í þingsölum ráfar verkefnalaus stjórnarandstaða. Skrípaleikur á ábyrgð Einars K. Guðfinnssonar þingforseta. Leyfir ríkisstjórn að segja hitt og þetta frumvarp vera alveg að koma, en ekkert kemur. Flokksformenn halda leynifundi og ekkert gerist. Á að halda þinginu verklausu, en samt opnu, alveg fram á kjördag?