Lokuð pólitík

Punktar

Gegnsæi þjóðfélagsins eykst ekki, þótt ríkisendurskoðandi fái að skoða bókhald stjórnmálaflokkanna og velji úr því mola til birtingar kjósendum. Slíkt festir bara embættaveldið í sessi. Eins og í flestum vesturlöndum þarf þetta bókhald, svo og bókhald prófkjöra, að vera gegnsætt öllum til að fela í sér lýðræði. Ekki kann góðri lukku að stýra að telja embættismenn vera öðrum æðri. Sú skoðun er frá átjándu öld og á ekki heima þremur öldum síðar. Nefndin, sem komst að þessari niðurstöðu, eykur vald smákóngs í kóngakerfinu og hefur svikið hagsmuni kjósenda.