Lömuð stjórnarandstaða

Punktar

Stjórnarandstaða Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er nánast engin. Þingmenn þeirra nenna varla að vinna. Einkum er hávær þögnin hjá formönnum flokkanna. Eru hvorki sjáanlegir né heyranlegir vikum saman. Katrín Jakobsdóttir hefur þó karisma, sem heldur henni uppi, en Árni Páll Árnason hefur ekkert. Það liggur við, að Bezti flokkurinn sé skárri, þótt hann hafi þá fyndnu stefnu, að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Eins og rándýrin fari að éta gras. Helzt hafa píratar marktækt að segja gegn ofurvaldi heimskra bófa. En hafa því miður of þrönga skírskotun, höfða mest til ungra kjósenda, sem nenna ekki á kjörstað.