Bárður Bjarnason nam Bárðardal og bjó að Lundarbrekku. Fann, að sunnanáttir voru hlýrri og þurrari en norðanáttir. Því ætlaði hann, að betri lönd væru sunnanlands. Sendi syni sína suður á góunni til að athuga þetta betur. Þeir fundu ýmsan gróður í Vonarskarði á þessum kalda árstíma. Þarnæsta vor að loknum undirbúningi lét hann hvert húsdýra sinna bera byrðar suður yfir og nam allt Fljótshverfi og byggði bæ að Gnúpum. Hét hann síðan Gnúpa-Bárður. Bárðargata er 250 km löng og liggur hæst í 1000 metra hæð. Á henni eru fimm stórfljót, Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Tungnaá, Skaftá og Hverfisfljót.