Eigendur Reykjahlíðar stefna að löngu og mjóu hóteli, sem á að loka skipulega fyrir einn af beztu útsýnisstöðum vegfarenda við Mývatn. Útsýnið færist frá almenningi til þeirra, sem leigja sér herbergi á okurprís. Þetta var áður reynt við Skógafoss, þar sem landeigendur hugðust byggja langt hótel þvert fyrir fossinn. Meiningin var, að fólk þyrfti að leigja sér herbergi til að sjá einn frægasta foss landsins. Sveitarfélagið lét þar undan þrýstingi almennings og hafnaði hugmyndinni. Vonandi hefur Mývatnssveit reisn til að gera slíkt hið sama. Fjölga mun slíkum tilvikum, þar sem gráðugir reyna að skerða rétt fólks.