Frá Hjörsey á Mýrum að Arnarstapa á Snæfellsnesi.
Sjá að öðru leyti texta um einstakar leiðir á Löngufjörum: Hítará, Saltnesáll, Gamlaeyri, Haffjarðará, Haffjarðareyjar, Skógarnesfjörur, Straumfjarðará, Löngusker, Búðaós, Klettsgata.
Löngufjörur eru draumaland hestamanna, endalaus skeiðvöllur til allra átta, sums staðar láréttar leirur og annars staðar vægt hallandi sandfjara hvít eða gullin. Löngufjörur eru samheiti yfir margar reiðleiðir við norðvestanverðan Faxaflóa. Frá suðri til vesturs eru þær: Hjörsey, Akrar, Hítará, Saltnesáll, Gamlaeyri, Haffjarðará, Haffjarðareyjar, Skógarnesfjörur, Löngusker, Búðaós, Klettsgata. Engar reiðleiðir á Íslandi standast samjöfnuð við þessar. Skoðið hverja leið fyrir sig.
? km
Snæfellsnes-Dalir
Ekki fyrir göngufólk
Nálægir ferlar: Hjörsey, Akrar, Hítará, Saltnesáll, Gamlaeyri, Haffjarðará, Haffjarðareyjar, Skógarnesfjörur, Löngusker, Búðaós, Klettsgata.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson