Íslendingar skiptast enn í tvær stéttir. Annars vegar er almenningur og hins vegar Klíkan, sem olli hruninu. Í Klíkunni eru ekki bara gamlir banksterar og gamlir fjárglæframenn og gamlir ráðherrar. Þar eru nýir skilanefndarmenn og slitastjórnarmenn. Þar eru nýir banksterar. Þar eru fjölmennir hópar bókhaldstækna, lagatækna og hagtölutækna, sem maka krókinn. Lög ná aðeins til almennings. Ekki til Klíkunnar, hvorki til gamalla né nýrra félagsmanna hennar. Lífið á Íslandi heldur áfram sinn vanalega gang. Ekkert breytist, af því að þjóðin hefur ekki greindarlega burði til að losa sig við óværuna.