Kosningarnar á Íslandi og í Bandaríkjunum sýna breytta hegðun kjósenda. Áður voru menn ákveðnir með löngum fyrirvara. Nú ákveða nærri 30% Íslendinga sig ekki fyrr en á kjördegi, þar af 17% ekki fyrr en í kjörklefa. Rýrir gildi skoðanakannana og gerir kosningasprengjur vænlegri en áður. Vefmiðlar og staðreyndatékk er ekki enn orðin svo öflug, að þau hamli að ráði gegn kosningabombum. Þrátt fyrir endalausar upplýsingar byggja margir kjósendur atkvæði sitt á ákaflega sérhæfðum forsendum, sem standast engin rök. Það er eins og kjósendur hafi minni meðvitund en nokkru sinni fyrr. Þeir vita, að flest er lygi, en haga sér eins og svo sé engan veginn.