Losaraleg stjórnsýsla

Punktar

Steingrímur J. Sigfússon lenti í slæmum málum við söluna á Byr og Sparisjóði Keflavíkur. Yfirtaka þessara gjaldþrota fyrirtækja mun sennilega kosta ríkið og skattgreiðendur um tuttugu milljarða, hugsanlega þrjátíu. Þar á ofan eru ýmis atriði sölunnar enn hjúpaðar leynd. Alþingi er samt ætlað að samþykkja gerninginn, án þess að vita, hvaða eignir og tryggingar eru í húfi. Minnir á afgreiðslu Vaðlaheiðarganga án hlutlausrar vitneskju um arðsemi þeirra. Milljarðar eru í húfi. Í hvert sinn sem fjármálaráðherra keyrir mál fram með svona óviðkunnanlegum og losaralegum hætti, rýrir hann trúverðugleika sinn.