Lúbarðir og íhaldsssamir

Punktar

Eðlilegt væri, að hálf þjóðin vildi nýjan flokk. Þó er hún ekki reiðubúin að segja skilið við pólitíska yfirstétt landsins. Hrun þjóðarinnar leiðir ekki til höfnunar á hefðbundinni pólitík. Aðeins 8% spurðra vilja kjósa nýja stjórnmálaflokka. Er lítið meira en fylgi Framsóknarflokksins eins. Flestir vilja þá gömlu, þótt tilfærsla hafi orðið milli þeirra. Þetta sýnir ný skoðanakönnun í dag. Ef menn vilja leiða nýja tíma inn í pólitíkina, verða þeir að gera það innan gömlu flokkanna. Fyrir utan hrun Sjálfstæðisflokksins er íhaldssemi lúbarinna kjósenda stærsta frétt könnunarinnar.