“Rússland er olíukeyrt þjófræði. Stjórnað af föntum úr leyniþjónustunni og vinum þeirra.” Þetta er ekki mitt orðalag, heldur Edward Lucas í Guardian í morgun. Stundum er sagt, að ég ofkeyri orðalag. Hef þó aldrei komizt eins hnitmiðað að orði og þessi texti gerir. Sannleikurinn er oft róttækari en svo, að kurteis orð nái yfir hann. Sumir segja til dæmis, að farið sé á svig við sannleikann, þegar hreint og beint er logið. Hví má ekki kalla lygina lygi? Af hverju þarf að klæða orðalag í svæfandi voðir? Til þess að raska ekki ró. Ég sé enga ástæðu til að varðveita linnulausan svefn fólks.