Lúta ekki lögum

Punktar

Kratastjórnin gamla í Bretlandi og stjórn Sarkozy í Frakklandi aðstoðuðu hryðjuverkastjórn Bush í Washington við ólöglega meðferð pólitískra fanga. Brezka þingmannanefndin, sem rannsakar fangaflugið illræmda, hefur rekizt á sama steinvegg og aðrir. Leyniþjónustur beggja ríkja eru eins konar útibú frá Bandaríkjunum og lúta ekki lögum og rétti heimalandsins. Þetta var gert með vitund ráðandi stjórnmálamanna, sem þar með gerðust sekir um pyntingar og aðra stríðsglæpi. Brezkir kratar voru alveg eins innréttaðir og franskt íhald. Þingnefndir komast ekki yfir steinveggina, þegar aðstæður eru slíkar.