Fjallaskálarnir við Ströngukvísl og Galtará sýna framtíð skála í fyrirséðri fjölgun ferðamanna. Fyrst voru slíkir skálar ætlaðir haustleitarmönnum til skjóls, en hafa smám saman verið leigðir ferðamönnum, fyrst að sumri og nú einnig að vetri. Þessu fylgja auknar kröfur, um heitt vatn, sturtur, meira rými, betri hestahólf, heysölu, betra símasamband, fastan staðarhaldara og svo framvegis. Skálarnir tveir á Eyvindarstaðaheiði Kjalvegar marka spor frá gömlu skálunum fyrir haustleitarmenn yfir í lúxusskála fyrir ferðamenn á öllum tímum árs. Fjölgun slíkra skála dreifir auknum straumi ferðamanna.