Mestur tími pólitískra frambjóðenda í Bandaríkjunum fer í að afla fjárstuðnings stórfyrirtækja og samtaka stórfyrirtækja. Án hans eru þeir bjargarlausir í vaxandi fjáraustri kosningabaráttunnar. Þess vegna eru flestir stjórnmálamenn fangar öflugra sérhagsmuna. Kjósendur skilja þetta ekki eða sætta sig við það. Þannig hefur auðræði leyst lýðræði af hólmi í Bandaríkjunum og mun einnig gera það í ríkjum, sem fylgja í humáttina.