Lýðræði er gott þótt það sé vont

Punktar

Þjóðfundur er góður, þótt niðurstöður hans verði vondar. Hann er góður, því að fólkið ræður þar. Það getur sjálfu sér kennt um útkomuna. Þannig eru þjóðaratkvæði góð, þótt útkoman geti verið arfavitlaus, samanber IceSave. Fólkið ræður í þjóðaratkvæði og getur sjálfu sér um kennt, ef illa fer. Stjórnlagaþing er líka gott, því að þjóðin kýs það. Ef niðurstaðan verður út í hött, getur þjóðin sjálfri sér um kennt. Allt er þetta lýðræði og gott sem slíkt. Ekki af því að það sé bezta lausnin. Heldur af því að þá getur fólk ekki kennt öðrum um ófarir sínar. Lýðræði spillir íslenzkri afneitunarhefð.