Lýðræði er útskiptaregla

Punktar

Fyrir löngu varð tímabært, að þjóðin segði upp landsfeðrum sínum, sem eru búnir að vera allt of lengi við völd. Lýðræði er fyrst og fremst aðferð til að skipta um stjórnendur á friðsamlegan hátt, svo að þeir verði ekki svo gamlir í hettunni, að þeir fari að ruglast. Kjósendur hér á landi hafa í meira en áratug látið undir höfuð leggjast að gegna hlutverki sínu í þessu kerfi. Nú er svo komið, að hroki valdhafanna er orðinn svo mikill, að þeim er hjartanlega sama, þótt hinn lélegasti sé ráðinn, þegar ríkisvaldið hleypir rétttrúuðum gæludýrum á opinberu jötuna.