Lýðræði er vont

Punktar

Lýðræði er vont þjóðskipulag. Sjáið bara Kaliforníu, þar sem kjósendur neita í þjóðaratkvæðagreiðslu að borga skatta. Kalifornía gerir sig gjaldþrota á lýðræði. Svisslendingar hafa sloppið, enda eru þeir aldir upp í aldagamalli nægjusemi. Íslendingar eru gerólíkir Svissurum og hlaupa á eftir hverri græðginni á fætur annarri. Hvernig á lýðræði heimskingjanna að ganga upp? Lýðræði hefur þann aleina kost, að önnur skipan mála hefur ætíð reynzt enn verri. Þess vegna verðum við að reyna að gera gott úr lýðræðinu og berjast gegn verstu öfgunum. Einkum þjóðrembunni, sem ætlar okkur lifandi að drepa.