Washington Post hringdi í Bell símafélagið og fékk staðfest, að einn innbrotsmanna hafði hringt nokkrum sinnum í Hvíta húsið. Persónuvernd hefðí brjálast, ef slíkar upplýsingar hefðu verið gefnar á Íslandi. Á fyrsta sólarhring Watergate-hneykslisins af 380 dögum þess voru fjölmiðlar komnir með upplýsingar, sem flestar hefðu verið ófáanlegar á Íslandi. Munurinn stafar af, að Bandaríkin eru gróið lýðræðisríki, sem trúir á gegnsæi í þjóðfélaginu, en Ísland er gamalt fasistaríki, sem fékk lýðræði óumbeðið í för með fullveldi frá dönskum kóngi.