Lýðræði er ágæt aðferð til að leysa deilumál án hættulegra eftirmála. Kosið er og niðurstaðan gildir. Meirihlutinn ræður. Lýðræði er hins vegar ekki aðferð við að bæta samfélagið. Meirihlutinn stígur nefnilega ekki í vitið. Eins og sjá má af, að nærri hálf þjóðin styður Sjálfstæðisflokkinn eða Framsóknarflokkinn, höfunda hörmunga hennar. Fólk trúir stefnuskrám, jafnvel loforðum! Það trúir á framgöngu höfðingja, þótt siðblindingjar geti leikið hvaða hlutverk sem er. Í öðrum aðferðum við að stjórna þjóðfélaginu eru líka gallar. Kostur lýðræðis er, að þar ímyndar þú þér, að þú ráðir einhverju.