Við, sem stóðum að fjölmiðlun á síðari hluta síðustu aldar, brutumst undan oki stjórnmálaflokka. Lentum svo eftir aldamótin undir verra skrímsli, bröskurum hrunsins, sem predikuðu eftirlitslausan markað. Hlutverk hliðvarðarins féll í hendur almennings, almannatengla og nú síðast fréttafalsara. Ég veit ekki lengur, hvað er til í því, sem ég les og heyri. Gamaldags traust á miðlum heyrir sögunni til. Við höfum ekki fundið nýja fjölmiðlun með heilbrigðum rekstrargrundvelli, sem stendur undir rándýrum rannsóknum þrautþjálfaðra fréttamanna. Þeir hrekjast úr starfi og verða jafnvel almannatenglar. Þannig breytist lýðræði í þjófræði.