Lýðræðið í Kirgistan

Punktar

Margir ímynda sér, að ringulreiðin í Kirgistan feli í sér innreið lýðræðis að hætti Úkraínu og Georgíu. Svo er aldeilis ekki, heldur er um að ræða átök milli valdahópa. Það var ekki þjóðin, sem stóð að mótmælum gegn Akajev, heldur fjölmennir hópar þeirra, sem ætla að erfa ríki hins spillta harðstjóra. Forustumenn byltingarinnar eru flestir gamlir flokksjálkar hjá Akajev, sem hrakinn var frá völdum. Nýi forsetinn, Kurmanbek Bakijev, var forsætisráðherra hjá Akajev fram til ársins 2002. Aðrir leiðtogar byltingarinnar eru gamlir leyniþjónstumenn, svo og hliðstæðir skúrkar.