Lýðræðishalli Evrópusambandsins

Punktar

Samskipti eru treg, þegar lánveitandi telur sig gera góðverk, en lántakandi telur sig sæta ofsóknum. Himinn og haf eru milli Evrópusambandsins og grísks almennings á torgum. Grikkir telja Þjóðverja vilja éta sig með húð og hári, en Þjóðverjar telja Grikki vera letingja og svindlara. Nú er málið komið í þann hnút, að björgunarpakki Grikklands verður felldur þar í þjóðaratkvæði. Evrópusambandið og evran hafa af þessu mikil vandræði. Kjarni máls er sá, að kontóristar Evrópu hafa aldrei gert vitræna tilraun til að afla sambandinu fylgis meðal almennings. Það er hinn frægi lýðræðishalli Evrópusambandsins.