Sinnuleysi Evrópusambandsins um lýðræði hefnir sín. Fólk hatar sambandið ekki bara í jaðarríkjum á borð við Grikkland. Jafnvel í Þýzkalandi er fólk komið með óbeit á sambandinu og gjaldmiðli þess, evrunni. Almannatenglar og markaðsfræðingar mundu kalla EBS og evruna eitt stórt flopp. Nánast hvergi er hægt að kjósa um nein mál Evrópusambandsins, því að þau yrðu felld. Þetta er náttúrlega óviðunandi. Samt sjá hrokagikkir sambandsins ekki ömurlegan veruleika sinn. Forstjórinn José Manuel Barroso er gegnheill í hrokanum. Evrópa þarf að reyna að ná tengslum við fólk, annars veslast hún bara upp.