Lýðskrum í hæstum hæðum

Punktar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur haldið fundi til stuðnings kanadískum dollar. Síðan sakar hann Jóhönnu Sigurðardóttur um að “tala niður” krónuna. Sennilega er Sigmundur mesti lýðskrumari eftirhrunsáranna. Er fullfær um að hafa tvær eða fleiri skoðanir á hverju atriði eftir vindáttum hverju sinni. Sigmundur er gott dæmi um, hversu fúl umræðan verður, þegar menn hafa engar siðareglur. Betra væri að tala heldur minna um ímynd krónunnar og meira um raunveruleika hennar. Tala til dæmis um, hvers vegna þingheimur var sammála í nótt um að setja neyðarlög til verndar sjúklingi í ævilangri gjörgæzlu.