Verðbólga lyfja er ein orsaka erfiðs rekstrar Landspítalans. Lyfjareikningur hans hækkar árlega og yfirleitt um nokkur hundruð milljónir króna umfram áætlun. Verðbólgan stafar af botnlausu siðleysi stóru lyfjarisanna, sem fjallað hefur verið um í valinkunnum erlendum fjölmiðlum á síðustu árum. … Washington Post og New York Times hafa fjallað um, hvernig lyfjarisar borga heilar læknaráðstefnur, allan ferðakostnað og uppihald lækna, svo og sérstakar mútur til að kynna ný lyf fyrir öðrum starfsbræðrum. Þannig var komið á framfæri verkjalyfinu Oxycontin, sem varð hundruðum að fjörtjóni. … Einnig kom í ljós, að lyfjafyrirtækin greiddu virðulegum háskólasjúkrahúsum og sérfræðitímaritum stórfé til að koma á framfæri fölsuðum rannsóknaniðurstöðum. …